09.10.2024
Helga Númadóttir
Ný bók um sjálfstjórn/sjálfræði/sjálfstæði Álandseyja, þar sem Guðmundur Alfreðsson er annar ritstjóra ásamt Göran Lindholm, er komin út.
02.10.2024
Helga Númadóttir
Í dag kom út greinin "Gaps in legislation and communication identified as stakeholders reflect on 30×30 policy in Icelandic waters" eftir Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur, Theresa Henke, Catherine P. Chambers og Steinunni Hilmu Ólafsdóttur sem gefin er út í tímaritinu Marine Policy.
01.10.2024
Helga Númadóttir
Grein eftir Níels Einarsson sem upphaflega var gefin út árið 1990 í Maritime Anthropological Studies hefur nú verið birt í nýrri útgáfu með nýjum formála í franskri þýðingu í Vertigo – tímariti um umhverfisvísindi.
06.09.2024
Helga Númadóttir
Dagana 21-26 ágúst var fyrsta vettvangstímabili rannsóknarverkefnisins ICEBERG hleypt af stokkunum á Norðausturlandi með góðum árangri.
10.04.2024
Sólveig Eiríksdóttir
Umhverfisráð Háskólans á Akureyri býður öll til 4. sjálfbærniráðstefnu Háskólans á Akureyri þann 12. apríl 2024. Þátttaka er ókeypis og engin skráning nauðsynleg.
Ráðstefnan verður bæði á staðnum og á netinu til að koma til móts flesta en einnig til að tryggja umhverfisvæna þátttöku alþjóðlegra fyrirlesara og gesta. Nánari upplýsingar í krækju. https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/4rd-sustainability-conference
15.03.2024
Sveinbjörg Smáradóttir
Hópur nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands kom í heimsókn á stofunina þann 14. mars sl. Heimsókn þeirra á norðurslóðastofnanir á Akureyri er liður í Arctic Forum námskeiði sem er hluti af EnCHiL Nordic MSc programme sem fjallar um umhverfisbreytingar á norðurslóðum.
15.03.2024
Sveinbjörg Smáradóttir
Maria Wilke, sem starfaði með okkur í JUSTNORTH varði með glæsibrag doktorsritgerð sína "Þátttaka almennings í þróun hafsvæðisskipulags á Íslandi" þann 14. mars sl.
13.03.2024
Sveinbjörg Smáradóttir
Catherine Chambers, ásamt Gemma Smith, kynntu MARINE SABES verkefnið á vefstefnu á vegum BlueMissionAA CSA
13.03.2024
Sveinbjörg Smáradóttir
Málþingið fór fram í Tónlistarskólanum á Akranesi. Árni Daníel ræddi um sögu strandmenningar og Catherine fjallaði um strandmenningu hér og nú og framtíð sjávarbyggða.
27.02.2024
Sveinbjörg Smáradóttir
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í tveimur alþjóðlegum vettvangsmiðuðum rannsóknarverkefnum um mengun og loftslagsbreytingar á norðurslóðum með áherslu á að auka innsýn í samfélagsleg áhrif og áskoranir tengdar umhverfisbreytingum.