Fréttir

Franski sendiherrann Guillaume Bazard í heimsókn á Stofnun Vilhjálms

Miðvikudaginn 8. febrúar sl. kom sendiherra Frakklands á Íslandi í heimsókn á stofnunina. Tilefni heimsóknarinnar var frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri og notaði sendiherrann tækifærið og heimsótti valda staði á Akureyri.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2022

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson flutti fyrirlesturinn í þetta sinn og ber hann titilinn: Small Iceland: Reflections on independence and interdependence, nationalism, and globalization

"A fleet of silver, come to torment us" opinn fyrirlestur Prof. Dr. Astrid Ogilvie

Miðstöð rannsókna á loftslagsbreytingum við Nocolaus Copernicus háskólann í Torun, Póllandi býður upp á opinn fyrirlestur.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2021

Í ár verður fyrirlesturinn haldinn í Barcelona þann 3. nóvember.

Forsætisráðherra og frambjóðendur heimsóttu Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

Góðir gestir á ferð í aðdraganda alþingiskosninga.

Dr. Harrison gestafræðimaður hjá SVS

Viðurkenning fyrir ötult starf í þágu norðurslóða

Ný skýrsla um stöðu kynjajafnréttis á norðurslóðum

Starfsmannaskipti

Það eru tímamót á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar því í dag er síðasti vinnudagur Láru Ólafsdóttur á stofnuninni. Okkar yndislega Lára hefur þá starfað við stofnunina sem skrifstofustjóri í 21 ár og 9 mánuði. Hún hefur verið til fyrirmyndar í öllu, frábær samstarfsmaður og að sönnu kjölfestan í starfseminni í öll þessi ár. Ég er henni afar þakklátur fyrir alla hennar góðu vinnu og framlag við uppbyggingu stofnunarinnar og tel mig tala fyrir hönd allra sem hér hafa unnið, eða unnið með okkur, að það verður sjónarsviptir og eftirsjá að henni. Lára á sér hins vegar mörg áhugamál og er við góða heilsu þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að henni leiðist. Okkur hinum mun hins vegar leiðast. Takk kæra Lára. Níels Einarsson, forstöðumaður

Laust starf: verkefnastjóri á skrifstofu SVS

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar leitar að nýjum liðsmanni á skrifstofu, en starf verkefnastjóra er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 50% og vinnutími getur verið sveigjanlegur. Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf, vinnu við bókhaldskerfi, aðstoð við áætlanagerð og fleira sem fylgir starfseminni. Meginverkefni eru: fjármál, rekstur og ...