Fréttir

Nýtt rannsóknarverkefni: JUSTNORTH

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er aðili að nýju rannsóknarverkefni EU Horizon 2020 sem kallast Toward Just, Ethical and Sustainable Arctic Economies, Environments and Societies (JUSTNORTH). Sjá nánar á ensku síðunni okkar...

Cryosphere 2020: Ráðstefna um freðhvolfið í Reykjavík, 21.-24. september 2020

Veðurstofa Íslands, WMO Global Cryosphere Watch (GCW) og International Glaciological Society (IGS) munu, í samstarfi við nokkrar alþjóðlegar vísinda- og rannsóknarstofnanir, þ.á.m. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, standa fyrir ráðstefnu um freðhvolfið í Reykjavík, 21. - 24. september 2020. Skráning er hafin. Sjá ...

500 milljónir til Loftslagssjóðs – opnað fyrir umsóknir

Ein af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er stofnun Loftslagssjóðs sem er samkeppnissjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og hefur hann falið Rannís umsjón með honum. Alls verður um 500 milljónum króna varið til Loftslagssjóðs á fimm árum og þar af verða 140 milljónir króna til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun. Þann 28. nóvember var opnað fyrir umsóknir í Loftslagssjóð. Öllum er heimilt að sækja ...

Innsetningarfyrirlestur Nansen prófessors við HA

Innsetningarfyrirlestur Gunnars Rekvig, Nansen prófessors við Háskólann á Akureyri, verður fimmtudaginn 28. nóvember 2019, kl. 12-13 í stofu M102. Smellið á fyrirsögn til að sjá meira

Nýr Nansen prófessor við Háskólann á Akureyri

Dr. Gunnar Rekvig hefur verið ráðinn í stöðu Nansen prófessors sem er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista, og er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum. Ráðið er í stöðuna til eins árs í senn, samkvæmt samkomulagi um samstarf á sviði heimskautafræða og rannsókna á milli ...

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2019

Vel sóttur fyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2019 var haldinn í Hörpu í Reykjavík þann 10. október – að þessu sinni sem hluti af dagskrá Hringborðs norðurslóða. Fyrirlesari var Dr. Michael Bravo frá Scott Polar Research Institute við Háskólann í Cambridge á Englandi. Titill erindisins var „An Arctic without End: Visions for our Planet in an Age of the Anthropocene.“ Fyrrverandi forseti Íslands og ...

St Andrews Article verðlaunin

St Andrews Article verðlaunin hafa verið veitt fyrir grein tengdri ICECHANGE verkefninu. Greinin ber heitið Iceland, Greenland, and the New Human Condition: A case study in integrated environmental humanities og birtist í Global and Planetary Change Vol 156 in Sept 2017.

Laus staða Nansen gestaprófessors skólaárið 2019/2020

Nansen prófessor er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista. Staðan er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum. Ráðið er í stöðu gestaprófessors til eins árs ...

Kortagerð og landafræði á Íslandi

Árið 2017 var Astrid Ogilvie veittur styrkur úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Á. Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar, bókasafns- og kortafræðings. Sjóðurinn er í umsjón RANNÍS. Verkefninu, sem heitir Upphaf kortagerðar og ...

Viðvörun úr norðri

Opin málstofa verður í Norræna húsinu, föstudaginn 5. apríl 2019, kl. 13:00-15:30. Þau svæði heimsins sem eru þakin snjó eða ís (freðhvolfið) – sýna svo ekki verði um villst hve aðkallandi það er orðið að bregðast við hnattrænum afleiðingum loftslagsbreytinga, að mati vísindamanna. Ef ekki er brugðist við strax geta afleiðingarnar ekki aðeins orðið alvarlegar og hraðar heldur einnig óafturkræfar. Við bráðnun jökla, hafíss og ...