Varðberg – samtök um vestræna samvinnu, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar bjóða til opins fundar á Akureyri mánudaginn 26. maí til þess að ræða þróun mála á Norðurslóðum á tímum aukinnar spennu á alþjóðavettvangi.
Sjónum verður beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpar fundinn sem fer fram í Háskólanum á Akureyri, stofu M101.
Skráning fer fram [hér]
Dagskrá:
Upphafsorð: Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs
Fundarstjórn: Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN)
Ávörp:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.
Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri
Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild HA
Pallborðsumræða:
Dr. Bjarni Már Magnússon, Prófessor og deildarforseti Lagadeildar
Dr. Tom Barry, forseti Hug- og félagsvísindasviðs HA
Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME)
Embla Eir Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN)
Dr. Rachael Lorna Johnstone, lagaprófessor við Háskólann á Akureyri
Umræðustjórnandi: Dr. Sigrún Stefánsdóttir, HA
Lokaorð: Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins
Fundinum verður einnig streymt í gegnum vef Varðbergs.
Nánari upplýsingar má finna á viðburði fundarins á Facebook.