Minningarfyrirlestrar

Fyrirlestrar til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans eru haldnir árlega í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og Rannsóknarstofnunarinnar um norðurslóðir við Dartmouth College í Bandaríkjunum. Fyrirlestrarnir eru venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem var 3. nóvember

 • Dr. Oran Young, prófessor og forstöðumaður Institute of Arctic Studies við Dartmouthháskóla í New Hampshire, Bandaríkjunum hélt fyrsta minningarfyrirlesturinn í Háskólanum á Akureyri, þann 8. desember 1998. Fyrirlesturinn nefndi hann Creating an Arctic Sustainable Development Strategy.
 • Mark Nuttall, prófessor við félagsfræðideild Háskólans í Aberdeen í Skotlandi, flutti fyrirlestur sinn, Global Processes and community viability in the circumpolar North á Hótel KEA á Akureyri þann 3. nóvember 2000, í upphafi fyrsta þings NRF (Northern Reseach Forum).
 • Forseti Íslands, Dr.Ólafur Ragnar Grímsson flutti þriðja minningarfyrirlesturinn við Dartmouthháskóla í New Hampshire, Bandaríkjunum, þann 1. nóvember 2002. Fyrirlesturinn nefnist The Stefansson-Dartmouth Legacy and the Role of America, Russia and the Nordic Countries in the Future of the North.
 • Fjórði minningarfyrirlesturinn var fluttur mánudaginn 13. október 2003 af landstjóra Kanada, frú Adrienne Clarkson, sem var  í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Íslands.  Fyrirlesturinn kallaði hún A Threshold of the Mind: The Modern North og  var hann fluttur í fyrirlestrasal Háskólans á Akureyri í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg.
 • Fimmti minningarfyrirlesturinn var fimmtudaginn 9. september 2004 í Oddfellow húsinu á Akureyri og samanstóð af tveimur erindum fluttum af Svíum í tilefni heimsóknar sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar til Akureyrar. Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar flutti erindi sem kallaðist Swedish Arctic Policy og Sverker Sörlin, prófessor flutti fyrirlestur sem hann kallaði The Human Arctic: Stefansson, Ahlmann, and the Quest for an Arctic within History.
 • Sjötti minningarfyrirlesturinn var haldinn af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Scott Polar Research Institute í sameiningu í húsnæði Scott Polar Research Institute að Lensfield Road í Cambridge á Englandi þann 1. nóvember 2005. Dr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands flutti fyrirlesturinn og nefndi hann Travelling Passions: The Life and Legacy of Vilhjalmur Stefansson, the Arctic Explorer.
 • Sjöundi minningarfyrirlesturinn var haldinn við Dartmouth College í New Hampshire þann 1. nóvember 2006. Blaðamaðurinn Andrew C. Revkin frá New York Times flutti fyrirlesturinn sem hann nefndi The North Pole Was Here: On The Front Lines Of Climate Change, From The Arctic To The Beltway. Andrew Revkin er einn virtasti vísindablaðamaður Bandaríkjanna og hefur sl. aldarfjórðung skrifað um allt frá  fellibylnum Katrínu og flóðbylgjunni miklu í Asíu til samskipta vísinda og stjórnmála, og loftslagsbreytinga á Norðurslóðum. Hann hefur skrifað um umhverfismál fyrir  The New York Times síðan 1995 og þrisvar  ferðast til Norðurheimskautssvæðisins.
 • Áttunda minningarfyrirlesturinn flutti Dr. Astrid Ogilvie, veðurfarssagnfræðingur við Institute of Arctic and Alpine Research í Boulder, Colorado, í Háskólanum á Akureyri, 7. nóvember 2007. Fjallaði fyrirlesturinn um  loftslag, sögu og mannvistfræði á norðanverðu Íslandi í ljósi þverfaglegra rannsókna. Erindið kallaði hún: “Interdisciplinary Explorations in the Climate, History and Human Ecology of Northern Iceland.” Nánari upplýsingar um Astrid og hennar verk er að finna hér. Að þessu sinni boðaði Stofnun Vilhjálms Stefánssonar til fyrirlestursins í samstarfi við Háskólann á Akureyri og RANNÍS. Viðburðurinn var liður í framlagi stofnananna til Alþjóða heimskautaársins. Útdrátt fyrirlestursins má lesa hér.
 • Níunda minningarfyrirlesturinn flutti Dr Gunhild Hoogensen, dósent við stjórnmálafræðideild Háskólans í Tromsø, 29. október 2008. Fyrirlesturinn var á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofu, og bar heitið Drill Baby, Drill: from Energy to Human Security in the Circumpolar North. Sólborg. Gunhild hefur m.a. rannsakað, kennt og skrifað um mannlegt öryggi á norðlægum slóðum, en einnig umhverfismál, málefni kynjanna og fleira. Sjá nánari upplýsingar um Gunhild og útdrátt.
 • Tíunda minningarfyrirlesturinn flutti Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands á Norðurslóðadegi sem haldinn var í Norræna húsinu í Reykjavík þann 10. nóvember 2010. Titill fyrirlestursins var Vísindamaðurinn í náttúrunni og náttúra vísindarannsókna: Um hlutverk og samfélagslegar skyldur vísindamanna.
 • Ellefti minningarfyrirlesturinn var fluttur af Finn Lynge í Háskólanum á Grænlandi (Ilisimatusarfik) föstudaginn 21. september 2012. Titill/efni fyrirlestursins var: Compass needle: where does it point? Are there limits to growth?Are these limits known and respected?How fares the division of powers in present-day Greenland?
 • Tólfti fyrirlesturinn var fluttur í Dartmouth College 29. október 2013 af Thomas McGovern, mannfræðingi. Fyrirlesturinn kallaði hann Sustainability and Collapse in the Norse North Atlantic: Implications for Climate Adaptation Today. Sjá nánari upplýsingar hér.
 • Þrettándi fyrirlesturinn var fluttur 11. desember 2014 af Dr. James White í Institute of Arctic and Alpine Research (INSTAAR), University of Colorado, BNA. Fyrirlesturinn kallaði hann Abrupt Change: Past, Present and Future:The hard reality and silver lining in a sustainable future. Sjá nánari upplýsingar hér.
 • Fjórtándi minningarfyrirlesturinn var haldinn í Dartmouth College, BNA, þann 3. nóvember 2016. Fyrirlesturinn nefndist Managing the Wilderness: Arctic Perspectives og var fluttur af Hugh Beach, prófessor emeritus í mannfræði við  Háskólann í Uppsölum. Nánari upplýsingar má finna hér.
 • Fimmtándi minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar var haldinn 1. desember 2017  í tengslum við opnun nýrrar þverfaglegrar rannsóknarmiðstöðvar um Norðurslóðir við Sjálfstæða háskólann í Barselóna. Miðstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Spáni. Fyrirlesturinn var samstarfsverkefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Institute of Arctic Studies við Dartmouthháskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn flutti Dr Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Hagfræðideild og Lif- og umhverfisvísindadeild  Háskóla Íslands. Titill fyrirlesturins var The Value of the Arctic.
 • Sextándi minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar var haldinn við Washington háskóla í Seattle þann 5. desember 2018. Fyrirlesturinn, sem var opinn almenningi, nefndist Learning from Northern Peoples og var fluttur af Dr. Leslie King, prófessor við Royal Roads University í Kanada. Sjá tilkynningu.

 • Sautjándi minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar var haldinn í Kaldalóni, Hörpu, þann 10. október 2019, klukkan 20:30 – að þessu sinni sem hluti af dagskrá Hringborðs Norðurslóða. Fyrirlesari var Dr. Michael Bravo frá Scott Polar Research Institute við Háskólann í Cambridge á Englandi. Heiti fyrirlestrarins var: An Arctic without End: Visions for our Planet in an Age of the Anthropocene. Að þessu sinni var fyrirlesturinn hugsaður sem framlag til formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu.

 • Átjándi fyrirlesturinn til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans var fluttur þann 1. desember 2020 gegnum fjarfundarbúnað. Að þessu sinni var það Dr. Margaret Willson, höfundur bókarinnar Seawomen of Iceland: Survival on the Edge, sem flutti fyrirlesturinn.
  Sjá fyrirlesturinn hér.
 • Nítjándi minningarfyrilesturinn var haldinn við CER-ARCTIC, the Arctic Research Center, the Autonomous University of Barcelona (UAB) þann 3. nóvember 2021. Viðburðurinn var styrktur af minningarsjóði Evelyn Stefansson Nef og í haldinn samvinnu við Norðurslóðanet Íslands, Háskóla norðurslóða (UArctic), JUSTNORTH verkefnið og ARCTPATH. Fyrirlesari var Michael Mann, sérstakur sendiherra ESB í málefnum norðurslóða og bar erindið titilinn The EU‘s Stronger Arctic Engagement. Inngangsorð og samantekt voru flutt af Dr. Eduard Ariza viðCER- ARCTIC, the UAB Arctic Research Centre, Dr. Melody B. Burkins við Dartmouth College og Níelsi Einarssyni. Sjá tilkynningu.
 • Tuttugasti fyrirlesturinn var haldinn af Dickey Center við Dartmouth College þann 8. nóvember 2022. Fyrirlesari var Forseti Íslands Dr. Guðni Th. Jóhannesson og bar erindi hans heitið Small Iceland: Reflections on independence and interdependence, nationalism, and globalization. Sjá tilkynningu.