Norðurslóðatorg 26. september

Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa fyrir Norðurslóðatorgi í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 26. september á milli 10:00 og 12:00. Akureyri er skilgreind sem miðstöð íslenskrar þekkingar og alþjóðlegrar sérfræðiþekkingar á málefnum norðurslóða og við Háskólann á Akureyri hefur myndast öflugt þekkingarsetur fyrir málefni norðurslóða þar sem saman koma rannsóknir, menntun, stefnumótun og samstarf. Á Norðurslóðatorginu munu stofnanir sem hafa aðsetur háskólasvæðinu og vinna að málefnum norðurslóða segja frá starfi sínu með stuttum kynningum og umræðum á kynningarbásum. Viðburðurinn fer fram á ensku og er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast norðurslóðastarfi við háskólann betur.

Stofnanir sem taka þátt eru:

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar (SVS)
Norðurslóðanet Íslands
Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis á
Norðurslóðum (CAFF)
Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun hafsvæða (PAME)
Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC)
Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF)

Hlökkum til að sjá ykkur!

Facebook viðburður