Fréttir

Stofnunin hefur tekið fjögur Græn skref

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Stofnanir sem skrá sig til leiks fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að innleiða í sinn rekstur. Aðgerðirnar miða einkum að ...

Málstofa 15. febrúar - Living with climate change: An intellectual journey

Dr. Astrid Ogilvie, sem starfar hjá INSTAAR og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar var með málstofu á vegum INSTAAR, mánudaginn 15. febrúar 2021. Í stað þess að fjalla um eitt tiltekið verkefni eða einhvern sérstakan þátt í rannsóknum sínum, talaði Astrid um vitsmunalega ferð sína og hvernig hún hefur mótast af ...

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði

Tom Barry mun verja doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands þann 27. janúar 2021. Ritgerðin ber heitið Norðurskautsráðið: Afl breytinga? (The Arctic Council An Agent of Change?) Tom Barry er landfræðingur að mennt. Hann er með BA-gráðu í landfræði og fornleifafræði og meistaragráðu í landfræði frá University College Cork á Írlandi. Tom er framkvæmdastjóri CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), vinnuhóps ...

TED fyrirlestur Dr. Edwards Huijbens

Dr. Edward Huijbens, prófessor við Háskólann í Wageningen og vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, flutti TED fyrirlestur í október 2020 um hvernig við þurfum að endurhugsa hugmyndir okkar um ferðalög í ljósi ...

Upptökur frá minningarfyrirlestri um Hermann Pálsson

Astrid Ogilvie flutti minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson í tilefni af árlegri ráðstefnu Scottish Society for Northern Studies, laugardaginn 21. nóvember 2020. Atburðurinn bar yfirskriftina On the Horizon: Scotland, the Sea, and the Northern World. Fyrirlestur Dr Ogilvie nefndist Weather as Magic and Metaphor in the ...

Útgáfa skýrslu: Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi

Út er komin skýrslan Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi sem er afrakstur samstarfsverkefnis Rannís, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og ...

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 1. desember 2020

Átjándi fyrirlesturinn til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans verður 1. desember 2020. Minningarfyrirlestrar hafa verið haldnir árlega í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og Rannsóknarstofnunarinnar um norðurslóðir við Dartmouth College í Bandaríkjunum. Fyrirlestrarnir eru venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem var 3. nóvember. Að þessu sinni er það Dr. Margaret Willson ...

Meistaravörn Sveinbjargar Smáradóttur

Þann 3. nóvember síðastliðinn varði Sveinbjörg Smáradóttir meistararitgerð sína við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið ber heitið Social Media and Quality of Life among Young Adults in Northern Iceland og tengist alþjóðlega samvinnuverkefninu Arctic Youth and Sustainable Futures sem Dr. Joan Nymand Larsen við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar leiðir. Í rannsókninni notaðist Sveinbjörg við rýnihópa...

Minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson, 21. nóvember

Astrid Ogilvie flytur minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson í tilefni af árlegri ráðstefnu Scottish Society for Northern Studies, laugardaginn 21. nóvember 2020. Atburðurinn fer fram á Zoom og ber yfirskriftina On the Horizon: Scotland, the Sea, and the Northern World. Ráðstefnan sem samanstendur af fjórum greinum og stuttum pallborðsumræðum hefst klukkan 14:00 GMT. Fyrirlestur Dr Ogilvie nefnist Weather as Magic and Metaphor in the Sagas of Icelanders og ...

Netráðstefna 5. nóvember 2020

Dr. Catherine Chambers og Dr. Níels Einarsson, vísindamenn hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, munu ræða efnið The Humans – Reflections on Icelanders and Arctic Research in the Anthropocene, á netráðstefnu, fimmtudaginn 5. nóvember 2020. Sjá nánar...