24.10.2019
Vel sóttur fyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2019 var haldinn í Hörpu í Reykjavík þann 10. október – að þessu sinni sem hluti af dagskrá Hringborðs norðurslóða. Fyrirlesari var Dr. Michael Bravo frá Scott Polar Research Institute við Háskólann í Cambridge á Englandi. Titill erindisins var „An Arctic without End: Visions for our Planet in an Age of the Anthropocene.“ Fyrrverandi forseti Íslands og ...
18.09.2019
St Andrews Article verðlaunin hafa verið veitt fyrir grein tengdri ICECHANGE verkefninu. Greinin ber heitið Iceland, Greenland, and the New Human Condition: A case study in integrated environmental humanities og birtist í Global and Planetary Change Vol 156 in Sept 2017.
02.07.2019
Nansen prófessor er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista. Staðan er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum.
Ráðið er í stöðu gestaprófessors til eins árs ...
12.04.2019
Árið 2017 var Astrid Ogilvie veittur styrkur úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Á. Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar, bókasafns- og kortafræðings. Sjóðurinn er í umsjón RANNÍS. Verkefninu, sem heitir Upphaf kortagerðar og ...
02.04.2019
Opin málstofa verður í Norræna húsinu, föstudaginn 5. apríl 2019, kl. 13:00-15:30.
Þau svæði heimsins sem eru þakin snjó eða ís (freðhvolfið) – sýna svo ekki verði um villst hve aðkallandi það er orðið að bregðast við hnattrænum afleiðingum loftslagsbreytinga, að mati vísindamanna. Ef ekki er brugðist við strax geta afleiðingarnar ekki aðeins orðið alvarlegar og hraðar heldur einnig óafturkræfar. Við bráðnun jökla, hafíss og ...
13.12.2018
Til að minnast Friðþjófs Nansen býður Háskólinn á Akureyri gestum og gangandi að hlýða á kveðjuerindi Gunhild Hoogensen Gjørv.
Gunhild er prófessor í átaka- og friðarfræðum við Háskólann í Tromsø og starfandi Nansen gestaprófessor við HA, um Friðþjóf Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista, sem helgaði sig því að bæta úr neyð landflótta fólks eftir fyrra stríð.
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00 með ávörpum...
27.11.2018
Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018 verður haldinn við Washington háskóla í Seattle (CMU 120, kl. 15.30-17.00) þann 5. desember 2018. Fyrirlesturinn, sem er opinn almenningi, kallast Learning from Northern Peoples og er fluttur af Dr. Leslie King, prófessor við Royal Roads University í Kanada.
Fyrirlestrar til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans eru haldnir árlega, venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem er 3. nóvember.
21.11.2018
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur fjárfest í stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis á Íslandi.
Þeim sem vilja leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið á þennan þátt er bent á Votlendissjóð.
05.11.2018
Rósa Rut Þórisdóttir, vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, mun kynna nýútkomna bók sína, Hvítabirnir á Íslandi, í anddyri Borga, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 12:00. Allir hjartanlega velkomnir!
Bókin fjallar um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur.
Rósa Rut er doktor í mannfræði og byggir bók sína að stórum hluta á heimildum sem faðir hennar heitinn, Þórir Haraldsson, líffræðingur og menntaskólakennari, lét eftir sig.
01.10.2018
Þann 1. september 2018 var haldinn fundur í ICECHANGE verkefninu í Hannesarholti í Reykjavík. Smellið á fyrirsögnina til að lesa meira um fundinn (á ensku).