Minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson, 21. nóvember

Astrid Ogilvie flytur minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson í tilefni af árlegri ráðstefnu Scottish Society for Northern Studies, laugardaginn 21. nóvember 2020. Atburðurinn fer fram á Zoom og ber yfirskriftina On the Horizon: Scotland, the Sea, and the Northern World. Ráðstefnan sem samanstendur af fjórum greinum og stuttum pallborðsumræðum hefst klukkan 14:00 GMT.
Fyrirlestur Dr Ogilvie nefnist Weather as Magic and Metaphor in the Sagas of Icelanders og hefst klukkan 16:10. Sjá ágrip hér.

Sjá nánari upplýsingar um skráningu hér.