Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar, Norðurslóðadagar og 25 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Á þessu ári fagnar stofnunin 25 ára starfsafmæli og var af því tilefni efnt til Norðurslóðadaga (e. Arctic Days) í tengslum við Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar. Minningarfyrirlesturinn hefur verið haldinn nær árlega frá því að stofnunin var sett á laggirnar árið 1998 og alltaf nálægt fæðingardegi Vilhjálms sem var 3. nóvember. Fyrirlesturinn var sem fyrr í samstarfi við Institute of Arctic Studies við Dartmouth College í Bandaríkjunum og í ár einnig við Háskólann Akureyri sem var gestgjafi. Að þessu sinni flutti Dr. Oran Young, prófessor emeritus við Bren School of Environmental Science & Management við Kaliforníu háskóla í Santa Barbara, minningarfyrirlesturinn sem í ár bar heitið Keeping the Flame of Arctic Cooperation Alive in Difficult Times. Þess má geta að Oran flutti einnig fyrsta minningarfyrirlesturinn árið 1998 og má lesa nánar um hann og störf hans HÉR.

Oran Young hitti einnig nemendur í Heimskautarétti við Háskólann á í námskeiðinu Arctic Economies. Þar að auki var haldin málstofa með innlendum og erlendum sérfræðingum um málefni norðurslóða um hvernig standa megi að áframhaldandi og samstarfi í norðurslóðamálum á erfiðum tímum.

Aðstandendur viðburðanna eru ánægð með útkomuna og þökkum við öllum sem að þeim komu kærlega fyrir þátttökuna.

Hér má sjá myndir frá minningarfyrirlestrinum

Sjá má upptöku af fyrirlestrinum hér