Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2023, Arctic Days og 25 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Á þessu ári fagnar stofnunin 25 ára starfsafmæli og verður af því tilefni efnt til Norðurslóðadaga (e. Arctic Days) í tengslum við árlegan Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar sem nú er haldinn í tuttugasta og fyrsta skipti, nú í samstarfi við Institute of Arctic Studies við Dartmouth College í Bandaríkjunum og Háskólann Akureyri sem er gestgjafi.

Dagskrá Arctic Days er fjölbreytt en dagana 15. -17. nóvember verða haldnar ýmsar málstofur og fundir fyrir sérstaka boðsgesti. Hápunkturinn verður fimmtudaginn 16. nóvember þegar Dr. Oran Young, prófessor emeritus við Bren School of Environmental Science & Management við Kaliforníu háskóla í Santa Barbara flytur minningarfyrirlesturinn sem í ár ber heitið Keeping the Flame of Arctic Cooperation Alive in Difficult Times. Þess má geta að Oran flutti einnig fyrsta minningarfyrirlesturinn árið 1998 og má lesa nánar um hann og störf hans HÉR.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum á Akureyri stofu M102 kl. 16:15 og er öllum opinn. Boðið verður uppá léttar veitingar frá kl. 15:45 og einnig eftir að fyrirlestrinum lýkur. Til að lágmarka matarsóun eru þátttakendur beðnir að skrá sig hér. https://forms.office.com/e/YqP1eEV9Ei

Viðburðinum verður streymt á Zoom https://eu01web.zoom.us/j/65036492981

Til að sjá fulla dagskrá Arctic Days má smella hér