Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 1. desember 2020

Átjándi fyrirlesturinn til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans verður 1. desember 2020. Minningarfyrirlestrar hafa verið haldnir árlega í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og Rannsóknarstofnunarinnar um norðurslóðir við Dartmouth College í Bandaríkjunum. Fyrirlestrarnir eru venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem var 3. nóvember.

Að þessu sinni er það Dr. Margaret Willson, höfundur bókarinnar Seawomen of Iceland: Survival on the Edge sem flytur fyrirlesturinn, sem er öllum opinn á vefnum. Sjá nánari upplýsingar hér.