Stofnunin hefur tekið fjögur Græn skref

Verkefnið Græn skref  er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Stofnanir sem skrá sig til leiks fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að innleiða í sinn rekstur. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi. Veitt er viðurkenning fyrir hvert skref sem stofnanir ljúka við.

Í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins sem sett var vorið 2019 er meðal markmiða að allar stofnanir uppfylli öll Grænu skrefin fimm fyrir árslok 2021. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur nú tekið fjögur af þessum fimm skrefum.