Maria Wilke, fyrrum starfsmaður SVS, varði doktorsritgerð sína við deild Skipulags og hönnunar við Landbúnaðarháskóla Íslands

Maria Wilke var ein rannsakenda SVS sem vann við JUSTNORTH verkefnið sem stóð yfir 2020-2023. Starfaði hún þá við vettvangsrannsóknir á Húsavík en hafskipulag á Skjálfandaflóa var einmitt eitt af hennar viðfangsefnum í doktorsrannsókninni sem ber heitið „Public participation in marine spatial planning in Iceland“ eða „Þátttaka almennings í þróun hafsvæðisskipulags á Íslandi".

Óskum við Mariu innilega til hamingju með áfangann og óskum henni velfarnaðar.

Lesa má meira um rannsókn Mariu og vörnina á vef Landbúnaðarháskóla Íslands.