Heimsókn nemenda í Arctic Forum námskeiði LBHÍ

Hópur nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands kom í heimsókn á stofnunina þann 14. mars sl. Heimsókn þeirra á norðurslóðastofnanir á Akureyri er liður í Arctic Forum námskeiði í EnCHiL Nordic MSc programme sem fjallar um umhverfisbreytingar á norðurslóðum. Sveinbjög og Sólveig tóku á móti þeim og kynntu stofunina og starfsemina og Fullbright gesturinn okkar Chris Dunn kynnti rannsóknir sínar og átti góðar umræður við nemendurna um verndun og nýtingu lands á norðurslóðum.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Lesa má meira um EnCHiL Nordic MSc programme á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands