Fréttir

Opið hús í Túni á Húsavík 4. nóv. 2017

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík stendur fyrir opnu húsi laugardaginn 4. nóvember 2017 frá kl. 13:00 til 16:00. Tíu ár eru síðan starfsemi rannsóknasetursins hófst en við rannsóknasetrið er lögð áhersla á rannsóknir á hvölum og ferðaþjónustu. Starfsfólk og nemendur rannsóknasetursins bjóða upp á kaffi og kökur og kynna verkefni og rannsóknir setursins.
Lesa meira

Fyrirlestur á Akureyri: TOPtoTOP loftslagsleiðangurinn

Loftslagsleiðangurinn TOPtoTOP, verður í höfn á Akureyri í vetur. Hjónin Dario og Sabine Schwoerer og sex börn þeirra búa um borð í skútunni Pachamama, sem þau hafa siglt um höfin blá í 16 ár. Þau hafa komið til sjö heimsálfa, klifið sex hæstu fjöll heims, allt með það að markmiði að ...
Lesa meira

Fulbright Arctic Initiative: umsóknarfrestur til 16. október 2017

Við vekjum athygli íslenskra fræðimanna á Fulbright Arctic Initiative, en umsóknarfrestur er 16. október nk. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fræðimenn til að stunda þverfaglegt rannsóknarstarf með kollegum frá öllum ríkjum Norðurskautsráðsins. Verkefnið stendur í 18 mánuði og styrkurinn er 40.000 USD. Fræðimenn á öllum fræðasviðum geta sótt um...
Lesa meira

Rannsóknaþing norðursins (NRF): tillögur frá ungum vísindamönnum

Rannsóknaþing norðursins (Northern Research Forum) kallar eftir tillögum ungra vísindamanna að fyrirlestrum á hliðarfund undir heitinu "A world without ice - Visions for the future" sem haldinn verður á Arctic Circle ráðstefnunni, 13.-15. október 2017 í Hörpu, Reykjavík. Skilafrestur hefur verið framlengdur til 10. ágúst 2017.
Lesa meira

Norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs: styrkir

Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs. Áætlunin Arctic Research and Studies veitir ferða- og sóknarstyrkir til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Umsóknarfrestur er til 18. september 2017. Áætlunin byggir á samkomulagi um samstarf á sviði heimskautafræða og rannsókna á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands eiga og fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Senter for Internasjonalisering av Utdanning (SIU) í Noregi. Styrkir eru veittir í tveimur verkefnaflokkum: 1) Langtímasamstarf íslenskra og norskra stofnana og 2) Sóknar- og ferðastyrkir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í samkeppnissjóði.
Lesa meira

Laus staða nýdoktors í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Námsbraut í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu nýdoktors í umhverfis- og auðlindafræði með áherslu á félagslegt og hagrænt gildi sjávarspendýra. Nýdoktorinn mun tilheyra Norræna Öndvegisverkefninu ARCPATH (Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies), sem miðar að því að greina og stuðla að ábyrgri þróun á Norðurslóðum. Verkefnið er fjármagnað til fimm ára af Öndvegisstyrki frá NordForsk.
Lesa meira

Laus staða doktorsnema í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Námsbraut í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu doktorsnema í umhverfis- og auðlindafræði með áherslu á félagslegt og hagrænt gildi sjávarspendýra. Doktorsneminn mun tilheyra Norræna Öndvegisverkefninu ARCPATH (Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies), sem miðar að því að greina og stuðla að ábyrgri þróun á Norðurslóðum. Verkefnið er fjármagnað til fimm ára af Öndvegisstyrk frá NordForsk.
Lesa meira

Fyrirlestur Astrid Ogilvie: Sagas and Science

Á fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 16:30 mun dr. Astrid Ogilvie flytja fyrirlestur sem hún nefnir Sagas and Science: Documentary Evidence of Changes in Climate and Sea-Ice Incidence in Iceland from the Settlement to the late 1800s. Fyrirlesturinn verður í Miðaldastofu Háskóla Íslands, í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Sjá nánar: miðaldastofa.hi.is.
Lesa meira

Við höfum tekið þrjú Græn skref

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í Grænum skrefum í rekstri ríkisstofnana. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að draga úr umhverfisáhrifum vegna reksturs stofnana íslenska ríkisins. SVS tók fyrsta skrefið í febrúar 2015, annað skrefið í mars 2016 og hefur nú tekið þriðja skrefið af fimm. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Verkefnið er einfalt og aðgengilegt. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsfólks og draga úr rekstrarkostnaði.
Lesa meira

Laus staða Nansen gestaprófessors

Háskólinn á Akureyri hefur auglýst eftir nýjum Nansen gestaprófessor við HA skólaárið 2017-2018. Staðan er veitt til eins árs í senn framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum. Almennt þurfa umsækjendur um stöðuna að hafa lokið doktorsgráðu (eða hafa sambærilega reynslu) og hafa traustan akademískan bakgrunn á sviði lagalegra málefna og sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum. Einnig er krafist reynslu af þverfaglegu starfi er lýtur að hinu flókna samspili mannlegs samfélags og umhverfisins og brýnt er að umsækjendur búi yfir góðri samskiptahæfni og félagslegri færni. Þá er reynsla af rannsóknastarfi varðandi málefni norðurslóða og af þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarteymum nauðsynleg, sem og skjalfest færni til að afla rannsóknarstyrkja.
Lesa meira