Fréttir

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar, Norðurslóðadagar og 25 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Á þessu ári fagnar stofnunin 25 ára starfsafmæli og var af því tilefni efnt til Norðurslóðadaga (e. Arctic Days) í tengslum við Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2023, Arctic Days og 25 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Á þessu ári fagnar stofnunin 25 ára starfsafmæli og verður af því tilefni efnt til Norðurslóðadaga (e. Arctic Days) í tengslum við árlegan Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar sem nú er haldinn í tuttugasta og fyrsta skipti, nú í samstarfi við Institute of Arctic Studies við Dartmouth College í Bandaríkjunum og Háskólann Akureyri sem er gestgjafi. Minningarfyrirlesturinn er öllum opinn.

Nýr Fullbright styrkþegi hjá SVS

Chris Dunn dvelur á Akureyri um þessar mundir á vegum Fullbright meðan hann starfar við rannsókn sína sem ber heitið "Applying the Environmental Humanities to Conservation Management and Policy in Iceland" þar sem hann leggur áherslu á árekstra milli verndunarsjónarmiða og virkjunar á endurnýtanlegri orku á miðhálendi Íslands.

Starfsfólk Stofnunar Vilhjálms á Hringborði norðurslóða

Sem fyrr fóru fulltrúar frá stofnuninni á Hringborð norðurslóða (Arctic Circle Assembly) sem haldin var í Hörpu, Reykjavík 19. -21. október.

Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn á Borgum

Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi heimsótti Borgir þann 2. október sl. og hitti þar fulltrúa stofnana á Akureyri er fást við málefni norðurslóða.

Heimsóknir ráðherra, forseta bæjarstjórnar, sérfræðinga og vísindamanna

Gestkvæmt var á Stofnuninni þann 13. september þegar fengum tvær heimsóknir og tókum á móti ráðherra, forseta bæjarstjórnar ásamt fleirum mikils metnum aðilum er koma að norðurslóðamálum á Íslandi

Gestir frá Polar Raid

Stofnunin fékk heimsókn frá þátttakendum Polar Raid.

Ný grein eftir Catherine Chambers í Martime Studies

Catherine Chambers og Elena Alessandra Lebedef gáfu nýverið út grein um ungt fólk og nýliðun í sjávarútvegi á Íslandi sem ber heitið Youth and newcomers in Icelandic fisheries: opportunities and obstacles og er hún hluti af JUSTNORTH Evrópuverkefninu.

JUSTNORTH General Assembly haldin í Madrid 12-14. júní 2023

Fimm fulltrúar frá SVS fóru á árlega ráðstefnu JUSTNORTH sem haldinn var í Madrid 12.-14. Júní sl. Viðburðurinn var haldinn í Universidad Complutense Madrid og skipulagður af JUSTNORTH meðlimum sem þar starfa.

Vinnusmiðja um samskipti hvala og manna á ráðstefnu Evrópsku hvalarannsóknarsamtakanna 2023.

Vinnusmiðjan var haldin þann 16. apríl á The 2023 European Cetacean Society (ECS) ráðstefnunni í O Grove, Galicia á Spáni og bar titilinn: Cetaceans with focus on killer whales, encounters and entanglements: human-wildlife interactions in the Arctic and the Iberian Atlantic coast