Fréttir

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018 verður haldinn við Washington háskóla í Seattle (CMU 120, kl. 15.30-17.00) þann 5. desember 2018. Fyrirlesturinn, sem er opinn almenningi, kallast Learning from Northern Peoples og er fluttur af Dr. Leslie King, prófessor við Royal Roads University í Kanada. Fyrirlestrar til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans eru haldnir árlega, venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem er 3. nóvember.

Votlendisviðurkenning

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur fjárfest í stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis á Íslandi. Þeim sem vilja leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið á þennan þátt er bent á Votlendissjóð.

Bókarkynning: Hvítabirnir á Íslandi

Rósa Rut Þórisdóttir, vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, mun kynna nýútkomna bók sína, Hvítabirnir á Íslandi, í anddyri Borga, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 12:00. Allir hjartanlega velkomnir! Bókin fjallar um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Rósa Rut er doktor í mannfræði og byggir bók sína að stórum hluta á heimildum sem faðir hennar heitinn, Þórir Haraldsson, líffræðingur og menntaskólakennari, lét eftir sig.