Fréttir

Vinnustofa um norðurslóðasamstarf á erfiðum tímum

Málstofan sem fór fram þann 17. nóvember var skipulögð af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Institute of Arctic Studies hjá John Sloan Dickey Center for International Understanding við Dartmouth College og Háskólanum á Akureyri var hluti af dagskrá Heimskautadaga á Akureyri dagana 15.-17. nóvember 2023.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar, Norðurslóðadagar og 25 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Á þessu ári fagnar stofnunin 25 ára starfsafmæli og var af því tilefni efnt til Norðurslóðadaga (e. Arctic Days) í tengslum við Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2023, Arctic Days og 25 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Á þessu ári fagnar stofnunin 25 ára starfsafmæli og verður af því tilefni efnt til Norðurslóðadaga (e. Arctic Days) í tengslum við árlegan Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar sem nú er haldinn í tuttugasta og fyrsta skipti, nú í samstarfi við Institute of Arctic Studies við Dartmouth College í Bandaríkjunum og Háskólann Akureyri sem er gestgjafi. Minningarfyrirlesturinn er öllum opinn.

Nýr Fullbright styrkþegi hjá SVS

Chris Dunn dvelur á Akureyri um þessar mundir á vegum Fullbright meðan hann starfar við rannsókn sína sem ber heitið "Applying the Environmental Humanities to Conservation Management and Policy in Iceland" þar sem hann leggur áherslu á árekstra milli verndunarsjónarmiða og virkjunar á endurnýtanlegri orku á miðhálendi Íslands.

Starfsfólk Stofnunar Vilhjálms á Hringborði norðurslóða

Sem fyrr fóru fulltrúar frá stofnuninni á Hringborð norðurslóða (Arctic Circle Assembly) sem haldin var í Hörpu, Reykjavík 19. -21. október.

Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn á Borgum

Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi heimsótti Borgir þann 2. október sl. og hitti þar fulltrúa stofnana á Akureyri er fást við málefni norðurslóða.

Heimsóknir ráðherra, forseta bæjarstjórnar, sérfræðinga og vísindamanna

Gestkvæmt var á Stofnuninni þann 13. september þegar fengum tvær heimsóknir og tókum á móti ráðherra, forseta bæjarstjórnar ásamt fleirum mikils metnum aðilum er koma að norðurslóðamálum á Íslandi

Gestir frá Polar Raid

Stofnunin fékk heimsókn frá þátttakendum Polar Raid.

Ný grein eftir Catherine Chambers í Martime Studies

Catherine Chambers og Elena Alessandra Lebedef gáfu nýverið út grein um ungt fólk og nýliðun í sjávarútvegi á Íslandi sem ber heitið Youth and newcomers in Icelandic fisheries: opportunities and obstacles og er hún hluti af JUSTNORTH Evrópuverkefninu.

JUSTNORTH General Assembly haldin í Madrid 12-14. júní 2023

Fimm fulltrúar frá SVS fóru á árlega ráðstefnu JUSTNORTH sem haldinn var í Madrid 12.-14. Júní sl. Viðburðurinn var haldinn í Universidad Complutense Madrid og skipulagður af JUSTNORTH meðlimum sem þar starfa.