Fréttir

Norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs: styrkir

Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs. Áætlunin Arctic Research and Studies veitir ferða- og sóknarstyrkir til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Umsóknarfrestur er til 18. september 2017. Áætlunin byggir á samkomulagi um samstarf á sviði heimskautafræða og rannsókna á milli Íslands og Noregs. Utanríkisráðuneyti Noregs og Íslands eiga og fjármagna áætlunina en Rannís hefur umsjón með henni í samvinnu við Senter for Internasjonalisering av Utdanning (SIU) í Noregi. Styrkir eru veittir í tveimur verkefnaflokkum: 1) Langtímasamstarf íslenskra og norskra stofnana og 2) Sóknar- og ferðastyrkir vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna í samkeppnissjóði.