Meistaravörn Sveinbjargar Smáradóttur

Þann 3. nóvember síðastliðinn varði Sveinbjörg Smáradóttir meistararitgerð sína við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið ber heitið Social Media and Quality of Life among Young Adults in Northern Iceland og tengist alþjóðlega samvinnuverkefninu Arctic Youth and Sustainable Futures sem Dr. Joan Nymand Larsen við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar leiðir. Í rannsókninni notaðist Sveinbjörg við rýnihópa til að kanna áhrif samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram á lífsgæði ungs fólks, samkvæmt skilgreiningu á lífsgæðum í þróunarvísum Norðurslóða (ASI) og Arctic Human Development Report I og II. Leiðbeinandi var Dr. Jón Haukur Ingimundarson og andmælandi Birgir Guðmundsson.