Fréttir

Útgáfa skýrslu: Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi

Út er komin skýrslan Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi sem er afrakstur samstarfsverkefnis Rannís, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og ...

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 1. desember 2020

Átjándi fyrirlesturinn til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans verður 1. desember 2020. Minningarfyrirlestrar hafa verið haldnir árlega í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og Rannsóknarstofnunarinnar um norðurslóðir við Dartmouth College í Bandaríkjunum. Fyrirlestrarnir eru venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem var 3. nóvember. Að þessu sinni er það Dr. Margaret Willson ...

Meistaravörn Sveinbjargar Smáradóttur

Þann 3. nóvember síðastliðinn varði Sveinbjörg Smáradóttir meistararitgerð sína við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið ber heitið Social Media and Quality of Life among Young Adults in Northern Iceland og tengist alþjóðlega samvinnuverkefninu Arctic Youth and Sustainable Futures sem Dr. Joan Nymand Larsen við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar leiðir. Í rannsókninni notaðist Sveinbjörg við rýnihópa...

Minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson, 21. nóvember

Astrid Ogilvie flytur minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson í tilefni af árlegri ráðstefnu Scottish Society for Northern Studies, laugardaginn 21. nóvember 2020. Atburðurinn fer fram á Zoom og ber yfirskriftina On the Horizon: Scotland, the Sea, and the Northern World. Ráðstefnan sem samanstendur af fjórum greinum og stuttum pallborðsumræðum hefst klukkan 14:00 GMT. Fyrirlestur Dr Ogilvie nefnist Weather as Magic and Metaphor in the Sagas of Icelanders og ...

Netráðstefna 5. nóvember 2020

Dr. Catherine Chambers og Dr. Níels Einarsson, vísindamenn hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, munu ræða efnið The Humans – Reflections on Icelanders and Arctic Research in the Anthropocene, á netráðstefnu, fimmtudaginn 5. nóvember 2020. Sjá nánar...