Umhverfisstefna
Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi stofnunarinnar til að auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi. Skrifstofustjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd umhverfisstefnunnar sem er stöðugt í endurskoðun.
Sérhver starfsmaður framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Hver og einn stafsmaður sýnir gott fordæmi og leggur sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar.
Leiðarljós:
- Upplýsingar um framkvæmd umhverfisstefnunnar eru sýnilegar og er öðrum hvatning til þess að leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið.
- Stofnunin vinnur markvisst að umhverfismálum með þátttöku í Grænum skrefum stofnana í ríkisrekstri.
- Haldið er grænt bókhald sem kynnt er starfsfólki.
- Starfsmönnum eru tryggð heilsusamleg og örugg starfsskilyrði og hafa kost á samgöngusamningum.
- Stöðugt er unnið að því að bæta nýtingu hvers kyns aðfanga sem notuð eru í starfsemi stofnunarinnar.
- Notaðar eru umhverfismerktar vörur.
- Stöðugt er unnið að því að draga úr myndun úrgangs og stuðlað að endurnýtingu og endurvinnslu hans. Úrgangur er flokkaður og endurnýttur eða honum fargað á viðeigandi hátt.
- Einnota borðbúnaður er ekki notaður.