Starf á skrifstofu SVS laust til umsóknar

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er norðurslóðastofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti. Hjá stofnuninni starfa um 10 manns, við rannsóknir, miðlun og ráðgjöf.

Stofnunin auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf á skrifstofu, vinnutími getur verið sveigjanlegur. Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf, vinnu við bókhaldskerfi, aðstoð við áætlanagerð, mannauðsmál og fleira sem tengist skrifstofuhaldi.

Laun samkvæmt stofnanasamningi og gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst 2022.

Nánari upplýsingar um starfið og hæfnikröfur má finna á Starfatorgi, www.starfatorg.is. Umsóknum skal skilað í gegnum umsóknarkerfi Starfatorgs.

Umsóknarfrestur rennur út 7. júní 2022. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Upplýsingar um starfið veitir Sif J. Ástudóttir, í síma 4608981 eða sifj@svs.is.