Nýr vísindafélagi

Það er okkur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar heiður að bjóða prófessor Jules Pretty OBE, Emeritus Professor of Environment and Society hjá University of Essex og forstöðumanns Centre for Public and Policy Engagement, og góðan vin stofnunarinnar, velkominn sem nýjan vísindafélaga.

Meðal fjölda heiðursviðurkenninga hefur prófessor Pretty hlotið OBE (Order of the British Empire) í Bretlandi fyrir framlög sín til sjálfbærs landbúnaðar. Hann hefur staðið að útgáfu um 23 bóka, ýmist sem eini höfundur, meðhöfundur eða ritstjóri, og er sérstaklega vel þekktur sem kennimaður um viðhorf sem snerta loftslagsbreytingar og skörun náttúru, mannvistar og fólks.

Nánari upplýsingar um hin fjölmörgu afrek prófessors Pretty, viðurkenningar og áhugamál má finna á vefsíðu hans www.julespretty.com, þar sem hann birtir reglulega pistla í ritröð sinni The Climate Chronicles. Prófessor Pretty býr á landamærum Suffolk og Essex á austur-Englandi en á sér andlegt athvarf á Íslandi.

Vettvangsvinna ICEBERG verkefnisins á Norðausturlandi hafin

Dagana 21-26 ágúst var fyrsta vettvangstímabili rannsóknarverkefnisins ICEBERG hleypt af stokkunum á Norðausturlandi með góðum árangri. ICEBERG verkefnið, sem felur í sér rannsóknarsvæði á Norðaustur Íslandi, Suður-Grænlandi og Svalbarða, er styrkt er af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins.

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er ein af 16 samstarfsstofnunum verkefnisins, sem leitt er af Prófessor Thora Herrmann og Dr. Élise Lépy við Háskólann í Oulu, Finnlandi.

ICEBERG verkefnið er þverfaglegt rannsóknarverkefni sem tekur fyrir margþætt og flókin áhrif mengunar, loftslagsbreytinga, mannvistar og atvinnustarfsemi á strendur og sjó og ógnir fyrir heilsu fólks og vistkerfa. Miðað er að þróun staðbundinna aðgerðaáætlana til þess að auka viðnámsþrótt og efla mengunarvarnir sjávar með virkri þátttöku nærsamfélagsins (sjá nánar á arctic-iceberg.eu).

Á Norðausturlandi hittu rannsakendur heimafólk og hagaðila á Húsavík og Akureyri til þess að kynna verkefnið, tengjast nærsamfélaginu og efna til samstarfs.

Á Húsavík hélt ICEBERG teymið opinn kynningarfund til þess að vekja athygli heimafólks á verkefninu og fræðast um áhyggjur þess og athuganir sem snerta umhverfið. Rannsakendur hittu sömuleiðis ýmsa hagaðila og hófu þjálfun almennings í að fljúga drónum sem notast er við í verkefninu til þess að kortleggja rusl í sjó.

Á Akureyri fór ICEBERG teymið í heimsóknir á vinnustaði ásamt því að bjóða til fundar ýmsum sérfræðingum Háskólans á Akureyri og vinnuhópum Norðurskautsráðsins, CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og PAME (Protection of the Arctic Marine Environment), sem hafa aðsetur á Akureyri.

Rannsóknarteymið er nú á Suður-Grænlandi þar sem það hefur verið við vettvangsrannsóknir í Narsaq, Qaqortoq og Nanortalik.

Maria Wilke, fyrrum starfsmaður SVS varði doktorsritgerð sína

„Public participation in marine spatial planning in Iceland“ 

Málþing um íslenska strandmenningu, stöðu og framtíð

Catherine Chambers og Árni Daníel Júlíusson fluttu erindi á málþinginu þann 4. mars

Ný rannsóknarverkefni

Áhrif mengunar og loftslagsbreytinga og aðlögunar- og mótvægisaðgerðir í sjávarbyggðum á norðurslóðum

Samstarf með heimafólki í Ilulissat

Bloggfærsla um vettvangsvinnu og samvinnu með heimafólki síðustu sex ár