Mapping Memories - Spatial Storytelling for Arctic Heritage Preservation in Times of Climate Change
Verkefnið Mapping Memories: Spatial Storytelling for Arctic Heritage Preservation in Times of Climate Change undir forystu NordRegio í nánu samstarfi við Ilulissat Icefjord Center, miðar að því að skrásetja, varðveita, og miðla menningararfleifð með þátttöku í frásögnum og stafrænni kortlagningu. Verkefnið beinir sjónum sínum að tveimur samfélögum á norðurslóðum og samanstendur af tveimur samtengdum undirverkefnum: (1) Reviving Grounds – Inuit storytelling and cultural sites in Ilulissat (Greenland); og (2) Mining Memories – Industrial heritage in Longyearbyen (Svalbard).
Sögulegum svæðum og óáþreifanlegum menningararfi á borð við langvarandi hefðir og sögur stafar alvarleg ógn af loftslagsbreytingum, þ.m.t. vegna sífreraþiðnunar. Brýnt er að varðveita mikilvæg svæði og þá sagnaarfleið sem þeim tilheyrir, ekki eingöngu fyrir þau samfélög sem eiga í hlut heldur einnig til þess að efla sameiginlegan skilning á aðlögun manna og tryggja áframhaldandi afkomu menningararfleifðar á norðurslóðum. Með því að virkja ungt fólk til þess að skrásetja minningar og sögu þeirra sem eldri eru styður verkefnið við þekkingarfærslu á milli kynslóða samhliða því að auka vitund um áhrif loftslagsbreytinga á menningararf.
Prófessor Joan Nymand Larsen leiðir rannóknir við Stofun Vilhjálms Stefánssonar innan undirverkefnisins (1) Reviving Grounds – Inuit storytelling and cultural sites in Ilulissat, á heimsminjastað UNESCO í Ilulissat ísfirðinum á vestur Grænlandi.
Samstarfsaðilar:
Nordregio, Places.nu, Vestlandforskning, Ilulissat Icefjord Center
Tengt rannsóknarverkefni:
ILLUQ - Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Tímabil verkefnis:
ágúst 2025 – ágúst 2026