ICE BRIDGE: Bridging Ice Climate Technologies and Governance for Biodiversity in the Arctic
Rannsóknarverkefnið ICE BRIDGE: Bridging Ice Climate Technologies and Governance for Biodiversity in the Arctic er leitt af Dr Romain Chuffart og fjármagnað af BioDiversa+ (European Biodiversity Partnership). Tímabil verkefnis er frá 1. janúar til 31. Desember 2028.
ICE BRIDGE beinir sjónum sínum að áhrifum nýrra tæknilausna sem eiga að takast á við loftslagsbreytingar (auk þeirra innviða sem þeim fylgja) á lífbreytileika á norðurslóðum. Verkefnið miðar að því að þróa ramma fyrir stjórnvöld til að mæta mögulegum áhættum á forvirkan hátt. Markmiðið er að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á lífbreytileika og styðja við loftslagsréttlæti.
Verkefnið mun skoða þverun þessara nýju tæknilausna (með sérstaka áherslu á stjórnun sólargeislunar (solar radiation management – SRM), vistfræðilegs tjónnæmis og lagalegrar ábyrgðar. Þá mun verkefnið bera kennsl á hvað þurfi til, út frá sjónarhorni regluverks og stofnana, til að vernda lífbreytileika og stuðla að umhverfis- og loftslagsréttlæti.
ICE BRIDGE leiðir saman stofnanir frá ólíkum löndum og er verkefnið unnið í samvinnu við rannsakendur frá Arctic Centre, University of Lapland í Finnlandi; Nord University í Noregi; Universitat Autònoma á Spáni; Rannsóknasetur HÍ á Húsavík; og Alfred Wegener Institute, Helmholtz Centre for Polar and Marine Research í Þýskalandi.