Samvinnunefnd um málefni norðurslóða

Samvinnunefnd um málefni norðurslóða (SUMN) er lögbundin nefnd (sjá lög um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða nr. 81, 26. maí 1997) með það hlutverk að leitast við að treysta og efla samstarf hlutaðeigandi aðila um rannsóknir á norðurslóðum og málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Ráðherra skipar samvinnunefnd um málefni norðurslóða til fjögurra ára í senn. Í nefndinni skulu eiga sæti aðilar tilnefndir af stofnunum og samtökum sem hafa með höndum verkefni er tengjast norðurslóðarannsóknum. Um fjölda nefndarmanna og samsetningu fer samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar.

Nefndin er þannig skipuð frá 20. ágúst 2012 til 20. ágúst 2016:
  Þorsteinn Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá RANNÍS  - formaður nefndarinnar
  Þóroddur Sveinsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
  Gunnlaug Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun
  Héðinn Valdimarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun
  María Harðardóttir, útgáfustjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
  Hulda Proppé, sérfræðingur hjá RANNÍS
  Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
  Joan Nymand Larsen, lektor við Háskólann á Akureyri
  Gísli Pálsson, prófessor við Háskóla Íslands
  Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands


Fundargerðir
Á fundi nefndarinnar 9. janúar 2012 var ákveðið að fundargerðir yrðu birtar hér:
   Fundur haldinn 9. janúar 2012
   Fundur haldinn 14. mars 2012
   Fundur haldinn 16. maí 2012
   Fundur haldinn 28. júní 2012
   Fundur haldinn 7. febrúar 2013
 
  Fundur haldinn 5. apríl 2013
   Fundur haldinn 20. september 2013
   Fundur haldinn 8. nóvember 2013
   Fundur haldinn 31. janúar 2014
   Fundur haldinn 14. mars 2014
   Fundur haldinn 26. febrúar 2016


Norðurslóðaverkefni
Hér að neðan eru listar yfir þau norðurslóðaverkefni sem tilnefndar stofnanir nefndarinnar vinna að. Athugið að listarnir eru ekki tæmandi og að við þá verður aukið eftir því sem tilefni gefst.

Hafrannsóknastofnun
Háskólinn á Akureyri
Háskóli Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands (enginn listi til staðar)
Rannsóknamiðstöð Íslands - RANNÍS  
Reykjavíkurakademían
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Umhverfisstofnun
Veðurstofa Íslands (enginn listi til staðar)


Heimskautaárið 2007-2008: Samþykkt heimskautaársverkefni
Smellið hér til að sjá lista yfir heimskautaársverkefni með íslenskri þátttöku, samþykkt af alþjóðaskrifstofu IPY (International Polar Year). Upplýsingarnar eru teknar af heimasíðu IPY 12. janúar 2012.