Samvinnunefnd um málefni norðurslóða
Samvinnunefnd um málefni norðurslóða (SUMN) er lögbundin nefnd (sjá lög um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða nr. 81, 26. maí 1997) með það hlutverk að leitast við að treysta og efla samstarf hlutaðeigandi aðila um rannsóknir á norðurslóðum og málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn og eiga 11 fulltrúar sæti í nefndinni. Tveir skulu skipaðir án tilnefningar, bæði formaður og varaformaður og eftirtaldar stofnanir skulu tilnefna einn fulltrúa hver: Hafrannsóknarstofnun, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rannsóknarráð Íslands, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands.
Skipun nefndarinnar frá 28. febrúar 2017
Án tilnefningar:
Hugi Ólafsson, formaður
Bryndís Kjartansdóttir, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, varaformaður
Samkvæmt tilnefningu Rannsóknarráðs Íslands:
Þorsteinn Gunnarsson
Samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar:
Sólveig R. Ólafsdóttir
Samkvæmt tilnefningu Háskólans á Akureyri:
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir
Samkvæmt tilnefningu Háskóla Íslands:
Brynhildur Davíðsdóttir
Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar:
Sigurrós Friðriksdóttir
Samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands:
Trausti Baldursson
Samkvæmt tilnefningu Landbúnaðarháskóla Íslands:
Hlynur Óskarsson
Samkvæmt tilnefningu Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar:
Níels Einarsson
Samkvæmt tilnefningu Veðurstofu Íslands:
Jórunn Harðardóttir
Fundargerðir
Á fundi nefndarinnar 9. janúar 2012 var ákveðið að fundargerðir yrðu birtar hér:
Fundur haldinn 9. janúar 2012
Fundur haldinn 14. mars 2012
Fundur haldinn 16. maí 2012
Fundur haldinn 28. júní 2012
Fundur haldinn 7. febrúar 2013
Fundur haldinn 5. apríl 2013
Fundur haldinn 20. september 2013
Fundur haldinn 8. nóvember 2013
Fundur haldinn 31. janúar 2014
Fundur haldinn 14. mars 2014
Fundur haldinn 26. febrúar 2016
Norðurslóðaverkefni
Hér að neðan eru listar yfir þau norðurslóðaverkefni sem tilnefndar stofnanir nefndarinnar vinna að. Athugið að listarnir eru ekki tæmandi og að við þá verður aukið eftir því sem tilefni gefst.
Hafrannsóknastofnun
Háskólinn á Akureyri
Háskóli Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands (enginn listi til staðar)
Rannsóknamiðstöð Íslands - RANNÍS
Reykjavíkurakademían
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Umhverfisstofnun
Veðurstofa Íslands (enginn listi til staðar)
Heimskautaárið 2007-2008: Samþykkt heimskautaársverkefni
Smellið hér til að sjá lista yfir heimskautaársverkefni með íslenskri þátttöku, samþykkt af alþjóðaskrifstofu IPY (International Polar Year). Upplýsingarnar eru teknar af heimasíðu IPY 12. janúar 2012.