JUSTNORTH General Assembly haldin í Madrid 12-14. júní 2023

Ráðsetefnan stóð yfir í þrjá daga. Fyrsti dagurinn var vinnustofa með ungu vísindafólki völdu til að kynna rannsóknir sínar og hugmyndir og fá ráð og endurgjöf frá JUSTNORTH meðlimum. Annan daginn var vinnustofa með ýmsum hagaðilum þar sem niðurstöður JUSTNORTH og mögulegar lausnir á ýmsum áskorunum á norðurslóðum voru ræddar í blönduðum hópum. Þriðja daginn var Aðalfundur JUSTNORTH haldinn þar sem farið var yfir stöðu ólíkra þátta JUSTNORTH (e. Work Packages), praktískir hlutir ræddir sem og framhaldið.

Við þökkum Elena, Bélen og Valentin fyrir hlýjar móttökur og gestrisnina í hinni heitu og sólríku Madrid.

Á heimasíðu Universidad Complutense Madrid má sjá fleiri myndir frá viðburðinum.