Heimsóknir ráðherra, forseta bæjarstjórnar, sérfræðinga og vísindamanna

Þriðjudaginn 13. september var gestkvæmt á stofnuninni en í morgunsárið tóku Jón Haukur og Sólveig á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fylgdarliði og Heimi Erni Árnasyni forseta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Ræddu þau um áríðandi málefni norðurslóða, rannsóknarstarf SVS, norðurslóðanám innan HA og um Akureyri sem miðstöð norðurslóða á Íslandi.

Í kjölfarið komu til okkar Pia Hanson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Magnús Tumi Guðmundsson prófessor við Jarðvísindadeild HÍ sem á setu í stjórn Háskóla norðurslóða, Kristmundur Ólafsson sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetri um norðurslóðir, Egill Níelsson sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði hjá Rannís og Gunnar Stefánsson sem nýverið tók við stöðu Vice-President of Research hjá Háskóla norðurslóða. Var heimsóknin liður í að kynna Gunnar til leiks sem og að kynnast starfsemi Stofnunar Vilhjálms og ræða aukið samstarf í norðurslóðarannsóknum á Íslandi.

Þökkum við þessum góðu gestum fyrir komuna.