Alþjóðlegt verkefni um stjórnun á norðurheimskautssvæðinu

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um stjórnun á norðurheimskautssvæðinu (e. Arctic Governance Project). Verkefnið er samstarf Samastofnunarinnar við Háskólann í Tromsø í Noregi, Heinz stofnunarinnar í BNA, Norðurslóðastofnunarinnar í Rovaniemi í Finnlandi og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri.

Markmið verkefnisins er að leiða saman fræðimenn og stefnumótendur  við að skilgreina brýnustu viðfangsefni sem varða stjórnun á norðurslóðum á tímum örra breytinga í náttúru og samfélögum og að leita skapandi lausna til sjálfbærrar framtíðar á svæðinu. Að verkefninu koma fjölmargir norðurslóðafræðingar en Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar er í hópi vísindalegra ráðgjafa verkefnisins.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni www.arcticgovernance.org.