Háskóli norðurslóða

UArctic logoMikilvægt áherslusvið í samvinnu á norðurslóðum er að efla það samstarf norrænna háskóla sem stuðlað getur að fræðslu og rannsóknum á þeim ferlum í samfélagi og náttúru er tengjast sjálfbærri þróun.

Áherslan þarf að vera þverfræðileg og fjölþjóðleg til skilnings og lausnar á vandamálum sem teygja sig yfir landamæri vísindagreina og þjóðlanda.

Háskóli norðurslóða (University of the Arctic) byggir á slíkum grunni og eiga Norðurlöndin öll aðild að undirbúningsstarfinu, ásamt með háskólastofnunum í Bandaríkjunum, Kanada og Rússlandi en einnig fulltrúum frumbyggjasamtaka á norðurheimskautssvæðunum.

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur hannað námskeið sem kennt er í samstarfi við Háskólann á Akureyri, sem íslenskt og vestnorrænt framlag til Háskóla norðurslóða.