Skrifstofa IASSA

International Arctic Social Sciences Association (IASSA) eru alþjóðleg samtök félagsvísindafólks sem stundar rannsóknir á norðurslóðum. Samtökin láta sífellt meir að sér kveða í alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum og koma að fjölda verkefna og viðburða sem fagleg samtök félagsvísindafólks og eru m.a. áheyrnarfulltrúi að Norðurskautsráðinu.

Skrifstofa IASSA fluttist til Íslands frá Nuuk á Grænlandi haustið 2008 þegar Dr. Joan Nymand Larsen, vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og lektor við Háskólann á Akureyri var kosin forseti samtakanna til þriggja ára. Starfstímabili Joan og átta manna ráðs IASSA lauk með sjöunda þingi IASSA sem haldið var á Akureyri 22.-26. júní 2011.

Upplýsingar um núverandi staðsetningu skrifstofunnar er að finna á heimasíðu samtakanna www.iassa.org.