Félag Sameinuðu þjóðanna
Félag Sameinuðu þjóðanna - Norðurlandsdeild
Þann 24. september 2008 var Norðurlandsdeild Félags Sameinuðu þjóðanna stofnuð á Akureyri, en með Norðurlandsdeildinni var starfsemi Félags Sameinuðu þjóðanna í fyrsta sinn færð út fyrir höfuðborgarsvæðið.
Félag Sameinuðu þjóðanna var stofnað 2. ágúst 1946. Markmið þess eru:
- að stuðla að samvinnu allra þjóða heims
- að vinna að því að treysta alþjóðafrið og öryggi
- að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við samtök Sameinuðu þjóðanna
- að vinna að því í samvinnu við blöð, útvarp, sjónvarp og skóla að kynna Íslendingum hugsjónir og starfsemi hinna sameinuðu þjóða
- að samræma starf þeirra félagssamtaka sem leggja vilja lið sitt til að framkvæma hugsjónir Sameinuðu þjóðanna
Frekari upplýsingar um starfsemi félagsins og verkefni þess er að finna á heimasíðunni www.un.is og á fésbókarsíðunni www.Facebook.com/UNAIceland.