Opinn fundur um málefni Norðurslóða á tímum aukinnar spennu á alþjóðavettvangi 28. maí

Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar bjóða til opins fundar miðvikudaginn 28. maí, 2025, kl. 15:00–17:00, um Norðurslóðir í breyttum heimi og öryggismál í nýju alþjóðasamhengi.

Sjónum verður beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands.

Erindi halda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra; Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri; Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor Háskólinn á Bifröst; Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME); Dr. Rachael Lorna Johnstone prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri og við Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi); og Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins. – Davíð Stefánsson, formaður Varðberg flytur opnunarávarp og Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri flytur lokaorð.

Fundurinn er opinn en skráning þátttöku er nauðsynleg. Skráningarformið má finna [hér]

Fundinum verður einnig streymt.

Nánari upplýsingar má finna á viðburði fundarins á Facebook. 

 

Uppfært 20. maí 2025