Vinnustofa um norðurslóðasamstarf á erfiðum tímum

Málþingið fór fram þann 17. nóvember. Skipuleggjendur voru Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Institute of Arctic Studies við Dartmouth College í BNA og Háskólinn á Akureyri og var málþingið hluti af dagskrá Norðurslóðadaga á Akureyri. Tóku þátt sérfræðingar víða að og ræddu alþjóðlegt samstarf um sameiginleg málefni norðurslóða í skugga Covid-19 heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu. Umræðurnar, sem fóru fram í trúnaði samkvæmt reglum Chatham House, innihéldu hreinskilin skoðanaskipti um margvísleg málefni, allt frá atriðum varðandi störf vinnuhópa Norðurskautsráðsins til víðtækari mála sem tengjast vísindum, stefnumótun og hlutverki alþjóðlega norðurskautssamfélagsins.

Hér má lesa nokkra punkta og hugleiðingar frá vinnustofunni (á ensku)