Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 10. maí 2013
Ráðstefna og vinnusmiðjur þar sem athyglinni er beint að sjávartengdri ferðaþjónustu, mannlífi og umhverfi á norðurslóðum verður haldin í Háskólanum á Akureyri 18.-19. júní 2013. Ráðstefnan er skipulögð af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samvinnu við RHA, NORA, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Norsk sjømatsenter og Íslenska vitafélagið.
Sjávartengd ferðaþjónusta nýtur sífellt meiri vinsælda og tekur á sig margbreytilegar myndir. Sumir ferðamenn vilja kynnast mannlífi sjávarplássa, upplifa náttúruna, þögnina, skoða fugla og sel og renna fyrir fisk á friðsælum firði. Aðrir vilja spennu hraðbátsins, fara á brimbretti, sjóskíði og kafa, eða leigja sér bát og láta reyna á eigin kunnáttu. Svo eru þeir sem ferðast í hópum frá höfn til hafnar og frá landi til lands á risavöxnum skemmtiferðaskipum.
Hvernig samrýmist þetta menningararfinum, samfélagsþróun, mannlífi, sjálfbærni, fiskveiði- og umhverfisstefnu þjóða norðursins? Hvernig geta þjóðir norðursins unnið saman á þessu sviði og eiga þessir ólíku þættir ferðaþjónustunnar einhvern samstarfsflöt? Á ráðstefnunni verður fjallað um þessar áskoranir og unnið í hópum til að velta upp enn fleiri spurningum.
Í vinnusmiðjum verður m.a. rætt um:
• þróun sjávartengdrar ferðaþjónustu í Noregi, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum
• tækifæri og ógnir, sjálfbærni og umhverfi – áhrif sjávartengdrar ferðaþjónustu og ímynd norðursins
• á hvaða sviðum við getum unnið saman
Farið verður í vettvangskönnun þar sem ferðaþjónustufyrirtæki og söfn verða skoðuð.
Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er öllum opin. Vegna skipulagningar er nauðsynlegt að skrá þátttöku.
w Skráningarfrestur: 10. maí 2013
w Ráðstefnugjald: 12.000 kr.
w Ráðstefnuskráning og hótelbókanir (takmarkað hótelpláss): conference@aktravel.is, sími 4600600
w Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Árnadóttir: sibba@svs.is, sími 8648966.
| DAGSKRÁ (pdf) | |
|
|
|
|
10:00 |
Minister of Industry and Innovation/Minister for the Environment and Natural Resources |
|
10:15 |
Global images as local resources: Marine mammal tourism and social resilience in Icelandic coastal communities |
|
10:45 |
How can research support management decisions to balance sustainable tourism and commercial fishing in Norway’s coastal zone? |
|
11:15 |
Regional development of marine industries and tourism in western Norway |
|
11:45 |
Lunch |
|
12:45 |
WORKSHOP |
|
14:00 |
Bus to Dalvík |
|
14:40 |
Arctic villages |
|
15:15 |
Bus to Siglufjörður |
|
16:00 |
Utilizing our cultural heritage. The Herring Era Museum of Iceland |
|
19:00 |
Dinner in Siglufjörður |
|
|
WEDNESDAY 19 JUNE |
|
09:00 |
Innovation in nature-based tourism - the case of marine fishing tourism in Northern Norway |
|
09:30 |
Cruise ship calls in northern destination ports, local impact and expectation |
|
10:00 |
Coffee break |
|
10:20 |
Tourism development in rural areas in Greenland |
|
10:45 |
Tourism in rural areas, now and in the future |
|
11:15 |
Destination images - understanding destinations and visitor perceptions |
|
11:45 |
Lunch |
|
12:45 |
WORKSHOP |
|
15:00 |
Summary and conference closing |