Kallað eftir ágripum: 6. Sjálfbærniráðstefna (Umsóknarfrestur til 14. janúar 2026)

Umhverffsráð Háskólans á Akureyri blæs til sjöttu Sjálfbærniráðstefnu sinnar þann 10. apríl næstkomandi og kallar eftir ágripum erinda. Umsóknarfresturinn til þess að senda inn ágrip er 14. janúar 2026

Þátttaka er öllum opin að kostnaðarlausu. Ráðstefnan fer fram í blönduðu formi; bæði með viðveru á staðnum og í gegnum netið, til að tryggja bæði persónuleg samskipti og umhverfisvæna þátttöku fyrir alþjóðlega fyrirlesara og gesti. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Fyrir frekari upplýsingar:

6th Sustainability Conference | Háskólinn á Akureyri