Styrkir Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar 2014

Styrkir Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar 2014 (30.04.2014)
Kínversk-norræna norðurslóðamiðstöðin í Shanghai (China-Nordic Arctic Research Center/CNARC) auglýsir styrki til vísindamanna á þessu ári. Í boði eru tveir styrkir til norrænna vísindamanna og einn styrkur til kínversks vísindamanns. Umsóknarfrestur er til 25. maí 2014. Með umsókn íslensks vísindamanns um styrk skal fylgja meðmælabréf frá Rannís.