Staða forstöðumanns Alþjóðlegu norðurskauts­vísinda­nefndar­innar er laus til umsóknar

Alþjóðlega norðurskauts­vísinda­nefndin (International Arctic Science Committee - IASC) auglýsir stöðu forstöðumanns lausa til umsóknar í fimm ár frá og með 1. janúar 2017, en skrifstofa IASC mun hafa aðsetur hjá Rannís á Akureyri frá þeim tíma.

Umsókn skal send á netfangið info@iasc.info  fyrir 15. júní 2016. Sjá nánari leiðbeiningar og upplýsingar um starfið hér.

Spurningum um stöðuna skal beina til núverandi forstöðumanns, Dr. Volker Rachold volker.rachold@iasc.info eða Dr. Þorsteins Gunnarssonar thorsteinn.gunnarsson@rannis.is.