Skiptinám á sviði norðurslóðafræða

Skiptinám á sviði norðurslóðafræða (16.02.2012)

Fyrir hönd utanríkisráðuneytis Íslands og Noregs auglýsir Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins eftir umsóknum um styrki til skiptináms á milli Íslands og Noregs á sviði Norðurslóðafræða (Arctic Studies). Styrkupphæð er 520 evrur uppihaldsstyrkur á mánuði og allt að 1.200 evrur í ferðastyrk. Lágmarksdvöl er einn mánuður og hámarkdvöl 12 mánuðir. Dvölin getur falist í hefðbundnu skiptinámi, rannsóknarnámi eða starfsnámi. Almennt gilda sömu reglur og um annað skiptinám, eins og Nordplus og Erasmus. Nemendur í framhalds- og doktorsnámi hafa forgang og einnig nemendur sem sækja um til háskóla sem eru aðilar að háskólanetinu University of the Arctic.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2012 vegna skólaársins 2012-2013. Sjá nánari upplýsingar og umsóknareyðublað.