Ráðstefna á Akureyri um umhverfisbreytingar á norðlægum slóðum

Ráðstefna á Akureyri um umhverfisbreytingar á norðlægum slóðum
Dagana 22.-23. ágúst 2013 fer fram í Háskólanum á Akureyri ráðstefna undir yfirskriftinni Climate Change in Northern Territories. Sharing Experiences, Exploring New Methods and Assessing Socio-Economic Impacts eða Umhverfisbreytingar á norðlægum slóðum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu Evrópuverkefnisins ESPON-ENECOM og Rannsóknarþings norðursins (NRF). RHA sér um skipulagningu ráðstefnunnar. Alls verða um 60 erindi flutt á ráðstefnunni í  fjölda málstofa.
Allar nánari upplýsingar og skráningareyðublað er að finna á www.rha.is/enecon og á www.nrf.is. Einnig má hafa samband við Grétar Þór Eyþórsson (gretar@unak.is
, sími 8920561).