Nansen prófessorsstaða í norðurslóðafræðum

 

Nansen prófessorsstaða í norðurslóðafræðum (12.05.2015)
Laus er til umsóknar staða gestaprófessors í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er veitt til eins árs í senn framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2015 og gert er ráð fyrir að ráðningartímabil hefjist 1. september 2015 eða samkvæmt samkomulagi.

Utanríkisráðherra Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu þann 29. september 2011 varðandi rannsóknasamstarf á sviði norðurslóðafræða. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um stofnun prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri og er staðan kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista.

Nánari upplýsingar um stöðuna má finna hér.