Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018 verður haldinn við Washington háskóla í Seattle (CMU 120, kl. 15.30-17.00) þann 5. desember 2018. Fyrirlesturinn, sem er opinn almenningi, kallast Learning from Northern Peoples og er fluttur af Dr. Leslie King, prófessor við Royal Roads University í Kanada. Sjá tilkynningu.

Fyrirlestrar til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans eru haldnir árlega, venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem er 3. nóvember.