Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2016

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2016 verður haldinn í Dartmouth College, BNA, þann 3. nóvember 2016. Fyrirlesturinn kallast Managing the Wilderness: Arctic Perspectives og er fluttur af Hugh Beach, prófessor emeritus í mannfræði við  Háskólann í Uppsölum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Föstudaginn 4. nóvember 2016 verða panelumræður undir heitinu People, policy and adaptations to rapid change in the Arctic: The role of multidisciplinary research and international collaboration for sustainability.Í panel verða Hugh Beach, Níels Einarsson og Astrid Ogilvie, stjórnandi verður Ross Virginia. Nánari upplýsingar má finna hér.

Aðgangur er ókeypis og opinn almenningi. Viðburðirnir eru styrktir af Institute of Arctic Studies at the Dickey Center for International Understanding í Dartmouth, BNA og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.