Málþing á Akureyri um norðurslóðasamstarf Kína og Íslands

Málþing á Akureyri um norðurslóðasamstarf Kína og Íslands (17.08.2012)

Mánudaginn 20. ágúst 2012 munu Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, RANNÍS, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Arctic Portal standa fyrir málþingi um málefni norðurslóða og norðurslóðasamstarf Kína og Íslands. Málþingið verður haldið í Hamraborgarsal í Hofi kl. 8:30-12:30 og verður sett af forseta bæjarstjórnar á Akureyri og sendiherra Kína á Íslandi. Fyrirlesarar verða vísindamenn frá Kína og Íslandi sem munu fjalla um norðurslóðarannsóknir landanna, auk þess að taka sérstaklega fyrir þá samstarfsmöguleika sem felast í norðurljósarannsóknum á Íslandi og frekara samstarfi á sviði félagsvísinda. Lokaávarp málþingsins flytur rektor Háskólans á Akureyri.