Málstofa um sjófugla við Ísland

Málstofa um sjófugla við Ísland

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu fimmtudaginn 31. mars 2011 um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra og hvernig bregðast megi við slíkum breytingum.Dagskrá:
13:00 Setning, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
13:10 Sjófuglastofnar við Ísland - inngangur. Arnþór Garðarsson prófessor Háskóla Íslands
13:40 Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar. Halldór Björnsson Veðurstofu Íslands.
14:00 Hvaða áhrif gæti hlýnun haft á lífríki sjávar við Ísland og á nálægum svæðum. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur
14:20 Fæða stærstu stofna íslenskra sjófugla. Kristján Lilliendahl, Hafrannsóknastofnun
14:40 Stofnrannsóknir á lunda, hlýnun sjávar og sjálfbærni veiða. Erpur S. Hansen Náttúrustofu Suðurlands
15:00 Kaffi
15:20 Vetrarstöðvar íslenskra bjargfugla. Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofnun Íslands
15:40 Vöktun sjófugla og annarra mikilvægra fuglastofna. Kristinn H. Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands
16:00 Mögulegar aðgerðir – umræða
17:00 Fundarslit