Kveðjuerindi: „Hvað myndi Nansen segja nú?“

Til að minnast Friðþjófs Nansen býður Háskólinn á Akureyri gestum og gangandi að hlýða á kveðjuerindi Gunhild Hoogensen Gjørv.

Gunhild er prófessor í átaka- og friðarfræðum við Háskólann í Tromsø og starfandi Nansen gestaprófessor við HA, um Friðþjóf Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista, sem helgaði sig því að bæta úr neyð landflótta fólks eftir fyrra stríð.

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00 með ávörpum Einars Gunnarssonar, sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða, Carina Ekornes, staðgengils sendiherra Noregs á Íslandi og Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar.

Að erindinu loknu bjóða Háskólinn á Akureyri og utanríkisráðuneytið gestum að þiggja léttar veitingar undir ljúfum jólatónum.

Erindið fer fram á ensku.

Sjá meira á vefsíðu Háskólans á Akureyri.