ICASS VII ráðstefnan á Akureyri

ICASS VII ráðstefnan á Akureyri (01.07.2011)

Sjöunda ráðstefna Alþjóðlegra norðurslóðasamtaka félagsvísindamanna (IASSA) fór fram í húsnæði Háskólans á Akureyri dagana 22.-26. júní 2011. Ráðstefnuna sóttu yfir 400 manns frá 30 löndum og tókst hún í alla staði mjög vel.

Fréttamaður frá National Geographic News var á ráðstefnunni og mun efni frá ráðstefnunni birtast þar. Nú þegar má sjá og heyra viðtal sem hann tók við Joan Nymand Larsen, forseta samtakanna, sem hafa haft aðsetur sitt á Akureyri sl. þrjú ár. Einnig er þar ræða Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, sem bauð gesti velkomna á opnunardegi ráðstefnunnar.

Fyrirlestur: Áhrif loftslagsbreytinga á heimskautagróðurfar
Hlýnun jarðar er hvað hröðust á norðurhveli jarðar. Í fyrirlestri sem Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands býður uppá í Háskólanum á Akureyri verður fjallað um áhrif hlýnunarinnar á heimskautagróðurlendi og þær rannsóknaraðferðir sem notaðar eru. Erindið verður haldið fimmtudaginn 28. apríl kl. 12:10 í stofu M101 í Miðborg (nýbygging HA).

Martha Raynolds, gróður- og fjarkönnunarfræðingur við Háskólann í Alaska, Fairbanks, flytur erindi sitt Searching for the effects of climate change on tundra vegetation. Erindið verður flutt á ensku.

Útdráttur erindis á ensku: It is well-known that northern latitudes are warming faster than the Earth as a whole. This warming has been documented for several decades, but the effect on arctic vegetation has been difficult to document. Experimental results give us some indication of what types of changes to look for. However in natural conditions the complex interactions between the soils, permafrost, vegetation and atmosphere, as well as natural variability, make these changes hard to measure. Satellite remote sensing, repeat photography, tree-ring studies and permanent vegetation plots provide information on the varied response of vegetation to climate change in different parts of the Arctic.