Hvaða þýðingu hafa norðurslóðir?

Hvaða þýðingu hafa norðurslóðir?
Þriðjudaginn, 14. janúar 2014, kl.12:00 flytur Natalia Loukacheva, fyrsti Nansen gestaprófessor í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri, opinn fyrirlestur í Norræna húsinu um vaxandi mikilvægi norðurslóða. Einnig fjallar hún um þróun og ýmsar nýjungar í stjórnsýslu á svæðinu í ljósi nýrra áskorana og tækifæra.
Þá flytur næsti Nansen gestaprófessor, Astrid Ogilvie, stuttan fyrirlestur um fyrirhugaðar rannsóknir sínar. Opnunarávörp flytja sendiherra Noregs, Dag Holter og sendiherra Kanada, Stewart Wheeler. Fundarstjóri er Kristinn Schram. Allir velkomnir. Meiri upplýsingar á vefsíðu Rannsóknaseturs um norðurslóðir.